Hvers vegna flýja konur landsbyggðina?

Hvers vegna flýja konur landsbyggðina? Þessari spurningu ætlar háskólasamfélagið að svara hafi ég ekki misheyrt auglýsingu í útvarpinu áðan.
    Hvers vegna flýja menn umönnunarstéttirnar? Hvers vegna flýja menn yfirleitt? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. 
    Ég er að velta fyrir mér orðinu flýja í þessu samhengi hvort það yfir höfuð eigi við. Væri ekki réttara að segja: Hvers vegna renna menn á lyktina þar sem kraumar í kjötkötlum "velmegunarinnar" og taka staf sinn og mal og setjast að veisluborði. Í mínum huga er hugtakið að flýja grundvallað á því að eitthvað sem manni stendur ógn af sé á eftir manni og sá einn kostur í stöðunni að taka til fótanna sem er að mínu mati afar skynsamlegt. 
    Ef að konur eru að flýja landsbyggðina þá hlýtur einhver að vera á eftir þeim sem þeim hugnast ekki. Kynjafræðingar myndu líkast til segja að hluti vandans væri kynferðisleg áreitni og þess vegna væru konurnar á flótta.     
    Líklegast hefur einhver þessara kvenna sem eru á flótta heyrt þennan húsgang af vörum karlpungs hangsandi í algjöru tilgangsleysi fyrir utan kaupfélagið:

Þótt veraldargengið sé valt
og veðrið andskoti svalt.
Með góðri kellingu
í réttri stellingu
bjargast yfirleitt allt.

    Reynist þetta rétt vera þá er flótti konunnar algjörlega óþarfur því þessi húsgangur varð einfaldlega til vegna þess að karlgarminum var farið að leiðast hörmungafréttir í fjölmiðlum og raulaði þetta fyrir munni sér.

    Einhvern grun hef ég um það þegar kólna fer í bólunum (Jónas Árnason) og kjötkötlunum að menn hætti að flýja eða réttara sagt hætta að renna á lyktina. Grun hef ég um það að tímarnir séu svolítið að breytast og "flóttinn" af landsbyggðinni, úr umönnunarstéttunum sé í allmiklum rénum. " You ain't seen nothing yet!" sagði forseti vor á sínum tíma og er ég honum hjartanlega sammála og þegar einmanna kona í algjöru tilgangsleysi fyrir utan kaupfélagið raular fyrir munni sér:

Nú veraldargengið er valt
og veðrið andskoti svalt.
Með meðreiðarsvein
ég verð ekki ein,
þá bjargast yfirleitt allt.

Er líkast til komið jafnvægi í þjóðfélaginu

    (Líta ber á limrurnar sem tjáningarform , hækju hins óttaslegna alþýðumanns í ólgusjó líðandi stundar frekar en framlag til bragfræðinnar eða eins og Kristín Einarsdóttir mannfræðingur sagði: Svona lagað er flótti frá raunveruleikanum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband