Þetta var sem okkur vantaði

Þetta var einmitt sem okkur vantaði inn í þjóðfélagsumræðuna í dag, bókin um Ólaf Ragnar þar sem hann eys yfir menn og málefni. Ég hélt í einfeldni minni að hlutverk forseta á erfiðleikatímum þjóðar væri að vera með henni og styrkja hana og létta henni leiðina út úr vandanum. Ég segi fyrir mig að mikið sakna ég Vigdísar Finnbogadóttur á tímum sem þessum því hún hefur það sem núverandi forseti hefur ekki, nefnilega þann hæfileika að sameina þjóðina.
mbl.is Afhending bóka dróst af gildri ástæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, verst að við fengum ekki forseta á eftir Vigdísi.

Ég held þetta sé rétti tíminn hjá Þórunni Wathne að birta bréf sem hún á frá Ólafi Ragnari, svona til að sýna hvernig hann hugsar.

Þór (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Birgir Gunnarsson

Nákvæmlega, ekki hægt að bæta meira við þetta en það sem þú nefndir. 100% sammála.

Birgir Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hef aldrei getað þolað ÓRG. Það er eitthvað við hann sem er algjörlega óþolandi. Sá held ég að sjái eftir að hafa gefið kost á sér aftur. Hver í útlöndum vill nú fá hann í heimsókn? Hvar á hann nú að bjarga heiminum "með öðrum ráðamönnum"?

Björn Birgisson, 20.11.2008 kl. 18:00

4 identicon

Ég verð nú að segja að við höfum  frábæran forseta. Með fullri virðingu fyrir Vigdísi sem með virkilegum dugnaði gerði okkur að frægri sögu og menningarþjóð í augum  erlendra þjóða. Þjóða sem ekki einu sinni gátu staðsett okkur á landakorti. Ólafur Ragnar og báðar hans konur hafa verið glæsilegir fulltrúar heima og erlendis.  Í þessu landi var ekki full samstaða með kosningu á Ólafi Ragnari.  ég man svo lang til baka að þegar Áseir Ásgeirsson var kosinn, Allir kosnir forsetar Íslands hafa þurft að hafa fyrir því að verða forsetar.  Þjóðin hefur verið  lánsöm að kjósa gott fólk til Bessastaða, það er meira en maður getur sagt um núverandi  alþingi.

j.a. (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband