Færsluflokkur: Dægurmál
20.11.2008 | 11:31
ja.is er svarið
Það var mjög skondið að sjá hversu glettilega Björn Bjarnason lék Sölva í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þegar Sölvi spurði Björn um símanúmer hjá Gordon Brown. " Er nú svo illa komið fyrir blaðmönnum á Íslandi að þeir þurfa að fá símanúmer í útlöndum hjá íslenskum ráðamönnum" svaraði Björn að bragði og benti Sölva á að blaðamannafundir væru haldnir nær daglega á vegum bresku ríkisstjórnarinnar og hægur vandi að spyrja áleitinna spurninga þar. Sölvi varð hálf skrítinn á svipinn og sagði í hvelli "þAKKA ÞÉR FYRIR".
Það eru margar spurningar sem þarf að fá svar við og undarlegast finnst mér að enginn sé spurður um það að einn aðili á Íslandi í gegnum mörg eignarhaldsfélög geti fengið að láni 1.000 miljarða kr hjá íslensku bönkunum þrem. Segi og skrifa 1.000 miljarða króna. Nú er að fletta uppi í símaskránni og það þeirri íslensku.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 17:08
Hvers vegna flýja konur landsbyggðina?
Hvers vegna flýja menn umönnunarstéttirnar? Hvers vegna flýja menn yfirleitt? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör.
Ég er að velta fyrir mér orðinu flýja í þessu samhengi hvort það yfir höfuð eigi við. Væri ekki réttara að segja: Hvers vegna renna menn á lyktina þar sem kraumar í kjötkötlum "velmegunarinnar" og taka staf sinn og mal og setjast að veisluborði. Í mínum huga er hugtakið að flýja grundvallað á því að eitthvað sem manni stendur ógn af sé á eftir manni og sá einn kostur í stöðunni að taka til fótanna sem er að mínu mati afar skynsamlegt.
Ef að konur eru að flýja landsbyggðina þá hlýtur einhver að vera á eftir þeim sem þeim hugnast ekki. Kynjafræðingar myndu líkast til segja að hluti vandans væri kynferðisleg áreitni og þess vegna væru konurnar á flótta.
Líklegast hefur einhver þessara kvenna sem eru á flótta heyrt þennan húsgang af vörum karlpungs hangsandi í algjöru tilgangsleysi fyrir utan kaupfélagið:
Þótt veraldargengið sé valt
og veðrið andskoti svalt.
Með góðri kellingu
í réttri stellingu
bjargast yfirleitt allt.
Reynist þetta rétt vera þá er flótti konunnar algjörlega óþarfur því þessi húsgangur varð einfaldlega til vegna þess að karlgarminum var farið að leiðast hörmungafréttir í fjölmiðlum og raulaði þetta fyrir munni sér.
Einhvern grun hef ég um það þegar kólna fer í bólunum (Jónas Árnason) og kjötkötlunum að menn hætti að flýja eða réttara sagt hætta að renna á lyktina. Grun hef ég um það að tímarnir séu svolítið að breytast og "flóttinn" af landsbyggðinni, úr umönnunarstéttunum sé í allmiklum rénum. " You ain't seen nothing yet!" sagði forseti vor á sínum tíma og er ég honum hjartanlega sammála og þegar einmanna kona í algjöru tilgangsleysi fyrir utan kaupfélagið raular fyrir munni sér:
Nú veraldargengið er valt
og veðrið andskoti svalt.
Með meðreiðarsvein
ég verð ekki ein,
þá bjargast yfirleitt allt.
Er líkast til komið jafnvægi í þjóðfélaginu
(Líta ber á limrurnar sem tjáningarform , hækju hins óttaslegna alþýðumanns í ólgusjó líðandi stundar frekar en framlag til bragfræðinnar eða eins og Kristín Einarsdóttir mannfræðingur sagði: Svona lagað er flótti frá raunveruleikanum)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 20:07
Fram í dagsljósið, Davíð Oddsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2008 | 18:53
Ekkert náttúruleysi hjá Mogganum
Náttúra í beinni útsendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)