Saga úr sveitinni

Enn er kominn miðvikudagur og Rúnar búinn að koma með Gluggann. Ekkert orti kall að þessu sinni heldur bar hann mér vísu eftir hann Erlend G Eysteinsson á Stóru-Giljá. Vísan fjallar um "Giljárundrið" hann Hávarð sem einhver hugvitsamur maður gaf á sínum tíma starfsheitið legsnyrtir. Þarf endilega að fá vísuna sem tengist þessu starfsheiti Háva. Hér þarf ég í hendingskasti að gera bragabót því Rúnar rukkaði mig um vísu  í miðju bloggi og sagði ég honum sem var að ég væri orðin andlaus á þessu sviði. Þar sem ég hnaut um kirkjugarðinn í tvígang í vísu Erlendar segir Rúnar. " Ég er hræddur um að þú verðir að breyta þessum pistli þínum því ég hef sett saman vísu:

Hér hjá Jóni um stund ég sat
og horfði á ísbjörnshúna.
Áður vísur ort hann gat
sem hann ekki getur núna.


Það var nefnilega það!  Hávi heitir Hávarður og því hægt að kalla hann Varða sem hirðir kirkjugarða. Mér datt þetta nú bara svona í hug eftir tæklinguna frá Rúnari. 
    Rúnar orti, Glugginn kom, sumarið heldur áfram og sem betur fer gægist annað slagið inn til mín sála með anda í brjósti. Miðvikudagar eru ekki sem verstir.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband