Þessir föstudagar

Þessir föstudagar eru þessir föstu dagar í tilverunni þegar venjulegri vinnuviku lýkur og helgin blasir við. Þetta eru þessi föstu tímamót sem maður ætlar að gera svo ofboðslega mikið. Maður ætlar sko að skemmta sér, taka til í bílskúrnum, vera almennilegur við fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt. Í stuttu máli þá ætlar maður ekki að missa af neinu og gjörnýta þessa föstu frídaga í botn, ekkert má fara til spillis. Þegar maður vaknar til vinnu á mánudegi og fer yfir helgina í huganum. Gekk allt upp; skemmti ég mér alveg hreint ofboðslega þannig að næringarástand sálarinnar er í góðu ástandi. Gerði ég allt sem væntingar  mínar og annarra stóðu til? Reyndar hef ég ekki hugsað svona yfirleitt en byrjaði á því seinnipartinn í dag. Þessir föstu dagar í lífi sérhvers manns eru hver öðrum líkir. Leitin að litla manninum sem lendir undir í samfélaginu heldur áfram. Hann er söluvænn og skilar arði því við sem nærumst á lífsreynslu hans höfum svo margt um það að segja hvernig farið er með hann og hjálpumst í sameiningu að segja frá vonsku heimsins. Leitin að litla manninum er lofsverð ef hún skilar þeim ágæta manni eitthvað áleiðis. Vegna þess að ég byrjaði að hugsa svona í dag hef ég ákveðið að hætta því næsta föstudag og halda bara áfram að hlakka til þess að láta Guðmund Andra Thorsson svæfa mig á sunnudagskvöldum með Andrarímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband