Fischer jarðsettur á Blönduósi?

    "Skáksamband Íslands var stofnað á Blönduósi þann 23. júní 1925. Það var ári eftir að alþjóðaskáksambandið var stofnað úti í París. Íslenskir skákmenn hafa þess vegna verið tiltölulega snemma í því að mynda með sér samtök með tilliti til þess hve seint landið tók almennt að nútímavæðast." Þessi tilvitnun er tekin er af vefsíðunni "Skák á Íslandi". Þar sem skákmenn á Íslandi voru svona framsýnir sem sjá má meðal annars í ofanrituðu og eins að sameinast um að frelsa hinn ótrúlega Fishcer og berjast fyrir því að skapa honum griðastað á Íslandi væri ekki svo fráleitt að láta sér detta í hug að menn sameinuðust um að jarðsetja Fischer þar sem Skásambandið varð til.

    Komið hefur fram að vildarvinir Fischers vilji að hann verði jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum en þessum framsýnu mönnum má vera það ljóst að það mál mun vera erfitt að sækja og skapa leiðinlega og ómálefnalega umræðu í samfélaginu. Í því ljósi að skámenn Íslands sameinuðust á Blönduósi fyrir tæpum 83 árum væri ekki svo fráleitt að láta sér detta þetta í hug. Ef þessi hugmynd yrði nú að veruleika þá er ekki ólíklegt að hún myndi geta sáð örlitlu sameiningarfræi í hugarheim Húnvetnskra kónga og drottninga. Fischer var sérstæður og það eru Húnvetningar. Mér fyndist þessi leikur afar sterkur í þeirri stöðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Í mínum huga eru allir velkomnir í Húnaþing hvort heldur er til lengri eða skemmri dvalar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband