Ekkert náttúruleysi hjá Mogganum

Það er ábyrgðarhluti að reka heimili og hvað þá þjóðfélag. Ef við ætlum að lifa sæmilegu lífi í þessu samfélagi þá verðum við að nýta þær auðlindir sem við eigum. Það er göfugt markmið að geta lifað eingöngu á frægðinni einni saman og það væri notalegt að undirstöður lífs í okkar frábæra landi byggðust eingöngu á hugviti og listsköpun. En veruleikinn er sá að undirstaða byggðar og velferðar á Íslandi byggist á auðlindum okkar (jöklar og fiskurinn) og gerir okkur kleift að komast af og gerir okkur m.a. mögulegt að borga áskrift að Morgunblaðinu. Á bak við verðmæti hverju nafni sem þau nefnast er auðlind sem nýta verður og sá sem ekki hefur nema eina sýn í lífinu til farsældar fyrir fjöldann lendir í öngstræti. Á skal að ósi stemma. Við skulum syngja náttúrunni lof og þakka fyrir þá einstæðu möguleika að geta lagt heiminum til orkulindir sem umhverfinu eru þóknanlegar.
mbl.is Náttúra í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband