26.4.2009 | 21:33
Oft ratast kjöftugum satt orð á munn
Steingrímur á allan minn stuðning í þessu. Fólk sem er úr tengslum við grunn samfélagsis leitar einfaldra leiða til til að geta haldið áfram á velferðarsukkinu sem byggt er á sandi og trúir því að lausnin liggi hjá ESB. En það sem Steingrímur á eftir að gera er að sannfæra sitt fólk um að auðlegð okkar liggur í auðlindum landsins og þær verðum við að nýta. Við verðum að trúa á okkur sjálf því þar liggur lausnin
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
VG-fólk getur verið stolt af Steingrími fyrir að taka þessa lotu við frétta-mafíuna. Þeir sem hafa þurft að koma viðhorfum á framfæri, sem ekki teljast til rétttrúnaðar, vita að þetta er rétt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 21:39
Já, hann á hrós skilið fyrir að reyna að gera allt sem sér er í valdi til að forða þjóðinni frá vinstri stjórn. Ánægður með þetta :)
nonni (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:06
Hjartanlega sammála Steingrími, ég er búinn að vera að reyna að malda í móinn á þessum nótum undanfarnar vikur. Það er látið eins og ESB sé algjör frelsandi engill, það er skellt skollaeyrum við öllum afmeldingum sem hafa komið frá þeim bæ. Við hlustum ekki, ekki frekar en fyrri daginn. Það er búið að koma því inn hjá "fátæku verkafólki" að allt verði gott þegar við erum búin að banka á dyrnar hjá ESB. Málið er að þar inni er kyndingin í ólagi, ískápurinn er tómur, mjólkurpeningar af skornum skammti og aungvir aurar til góðgerðarmála. Reynum frekar að hysja uppum okkur hér heima fyrir áður en við æskjum inngöngu í partíið. Það er ömurlegt að standa á tröppunum og reyna að fá dyraverðina til að hleypa sér inn með allt á hælunum.
Jóhannes Einarsson, 26.4.2009 kl. 22:37
Loftur fer geyst hvar sem hann að kemur, en hversu trútt er svo annað mál. Hann höfðar helst til þjóðerniskenndar, neme ef ofstæki skyldi kall. Hann er ví að sönnu ánægður með elítutilvísun Steingríms. En hvað með þjóðhetjur þessa arma lands, þá Jón Sigurðsson og hans fylgismenn? Voru þeir ekki elíta síns tíma? Fyllibittur og hvaðeina?
Kári (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.