2.12.2008 | 20:40
Lýðhylli Samvinnutrygginga-Benedikts í Háskólabíói
Benedikt Sigurðarson hefur notið lýðhylli í Háskólabíói, lófaklapp og hvaðeina fyrir sköruglega ræðu um stöðu mála í efnahagshruninu. Stjórnvöld hafa fengið ónot á sama stað, mitt í björgunaraðgerðunum. Það sem Benedikt stendur fyrir sem stjórnarmaður í Samvinnutryggingum verðskuldar ekki lófaklapp alþýðunnar að mínu mati. Eftir að hafa hlustað á Kastljósið í kvöld og fundinn í Háskólabíói á dögunum kemur upp í huga minn hin gullvægu orð" Dæmið eigi svo þér verðið ekki sjálfir dæmdir". Benedikt notar nákvæmlega sömu rök fyrir hruni Samvinnutrygginga og stjórnvöld nota fyrir bankahruninu. Ergó : Sömu rök, annar fær klapp því hann er fundarboðendum þóknanlegur, hinir eru fordæmdir fyrir nákvæmlega sömu rök. Hvar erum við á vegi stödd. Er lýðskrumið virkilega að verða ofan á í íslensku samfélagi. Kyngir fólk hverju sem er.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.